Skip to content

Grænir iðngarðar taka þátt í Krubbi

Grænir iðngarðar tóku þátt í Krubbi, tveggja daga hugmyndahraðhlaupi sem var haldið í fyrsta sinn á Húsavík dagana 8. – 9. mars síðastliðinn. Þar var unnið að lausnum sem tengjast betri nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs í Norðurþingi. Hraðið, miðstöð nýsköpunar stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við KLAK-icelandic startups.

Í Krubbi var unnið í teymum þar sem þátttakendur deildu þekkingu og reynslu og unnu saman að því að útfæra lausnir við áskorunum sem fyrirtæki á svæðinu kynntu. Teymin fengu ráðgjöf frá sérhæfðum leiðbeinendum sem gátu aðstoðað þau við að útfæra hugmyndirnar.

Með þessum nýsköpunarviðburði var markmiðið að efla

–> skapandi hugsun,
–> frumkvöðlastarf á sama tíma og
–> unnið yrði að markmiðum hringrásarhagkerfisins.

Um 70 gestir sóttu viðburðinn og voru þátttakendur 30 í 7 teymum. Hugmyndirnar sem voru kynntar voru afar áhugaverðar og verða vonandi sem flestar að veruleika. Fræjum hefur allavega verið sáð og nú er spurning um jarðveginn. Þær fjórar hugmyndir sem hlutu verðlaun voru eftirfarandi: