Skip to content

Helstu vörður og verkefni framundan

Timalína í uppbyggingu Grænna Iðngarða á Bakka við Húsavík

16. janúar 2024

Umsókn í Horizon Europe

8. desember 2023

Vinnustofa á Húsavík

Sérfræðingar Eims, Orkídea og Ölfus Cluster hittust á Húsavík til að leggja mat á áform um grænan iðngarð á Bakka.

6. desember 2023

Glatvarmi á Bakka – Styrkur úr Uppbyggingarsjóð

1. desember 2023

Vefsíða opnuð

Vefsíða Árbakka, grænna iðngarða á Bakka við Húsavík opnuð.

7. nóvember 2023

NPA ráðstefna í Svíþjóð

Yfirgripsmikil ráðstefna um vinnuafli í Norður-Evrópu.

12. október 2023

Kynning á Lagarlíf

4. október 2023

Nordic Hydrogen Valleys vetnisráðstefna

22. maí 2023

Nýsköpunarvika

11. apríl 2023

Heimsókn í Græna iðngarða í Danmörku

Verkefnastjóra var boðið að heimsækja græna iðngarða á Jótlandi. Með í för voru fulltrúar frá Eimi og Landsvirkjun. Teymið heimsótti fjóra iðngarða og ljóst að Danir hafa náð umtalsverðum árangri í því að þróa græna iðngarða.

1. febrúar 2023

Verkefnastjóri ráðinn

Karen Mist Kristjánsdóttir ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og hefur Karen það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta

14. september 2022

Opinn íbúafundur

Fjölmennur íbúafundur þar sem verkefnið var kynnt íbúum og boðið upp á spurningar gesta.

1. júní 2022

Skýrsla um tækifæri og áskoranir

M/Studio og Innov tóku saman þær tækifæri og áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka. Afurð verkefnisins á að hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka.

4. mars 2022

Samstarfsyfirlýsing

Landsvirkjun og sveitarfélagið Norðurþing undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um forathugun á þróun og uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka við Húsavík. Leituðu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um stuðning enda ljóst að hluti verkefnisins myndi skila almennum niðurstöðum sem nýttust öllum mögulegum svæðum landsins, þ.m.t. þar sem þróun grænna iðngarða er þegar komin vel af stað eða í undirbúningi.

Jan 31, 2021

Skýrsla Íslandsstofu + Græni Dregillinn

Undirritun samninga um tvö verkefni sem bæði hafa það markmið að efla græna nýfjárfestingu í atvinnulífinu: Græna dregilinn og Græna iðngarða. Kynning á ítarlegri stefnumótun stjórnvalda á sviði útflutnings, nýsköpunar og orkumála og auka verðmætasköpun og fjölga störfum með sjálfbærum hætti.