Skip to content

Krubbur Hugmyndahraðhlaup

Á Húsavík 8-9 mars 2024

Dagana 8.-9. mars 2024 könnum við tækifærin saman í því að skapa verðmæti úr auðlindum sem í dag fara til spillis.

Krubburinn er tveggja daga hugmyndasmiðja fyrir alla og veður haldinn á stéttinni á Húsavík 8.-9. mars 2024.

Í smiðjunni verður unnið með hugmyndir að lausnum sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík og munu fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum.
Fyrirlesarar munu einnig fræða okkur um aðferðir sem nýtast við þróun og framsetningu nýsköpunarhugmynda.

Hugmyndasmiðjan er fyrir alla áhugasama á aldrinum 16 ára og eldri. Vegleg verðlaun eru fyrir bestu hugmyndirnar!

Það kostar ekkert að vera með!

Skráning fer fram á heimasíðu Hraðsins: Krubbur | Hraðið (hic.is)

Dagskrá Krubbsins

föstudagur 8. mars
Stéttin, Hafnarstétt 1-3

13:00 – Húsið opnar
13:15 – Kynning á Hraðinu og Stéttinni
13:25 – Kynning á dagskrá og KLAK Icelandic Startups

13:35 – Innblástur – Sigurður Markússon
14:05 – Kaffi og kruðerí
14:15 – Grænir iðngarðar & Norðurþing
14:35 – Fyrirtækin kynna áskoranir – PCC
14:50 – Fyrirtækin kynna áskoranir – Ocean Missions
15:05 – Fyrirtækin kynna áskoranir – Íslenska Gámafélagið
15:20 – Ísbrjótur – Hópefli
15:40 – Hugmyndavinna og teymismyndun
17:00 – Vinnustund með mentorum
19:00 – Kvöldverður
19:30 – Teymisvinna
22:00 – Kvöldsnarl

Laugardagur 9. mars
Stéttin, Hafnarstétt 1-3

08:00 – Húsið opnar
09:30 – Hvernig komum við hugmyndinni á framfæri?
10:30 – Pitch Deck og Nýsköpun 101
12:00 – Hádegisverður
12:30 – Vinna í kynningu + Pitch aðstoð
14:30 – Kynningar fyrir dómnefnd á Plani
15:30 – Drykkir og tengslamyndun (dómnefnd velur sigurvegara)
16:00 – Sigurvegarar kynntir